Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. október 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Ísland minnst með boltann, elsta og næsthávaxnasta liðið
Mynd: Anna Þonn
Af þeim níu liðum úr Evrópu sem hafa tryggt sér sæti á HM í Rússlandi næsta sumar þá spilaði íslenska landsliðið á elsta liðinu og var með næsthávaxnasta liðið í undankeppninni.

Íslands var einnig minnst með boltann í leikjum af öllum liðum sem fóru áfram en þetta kemur fram í tölfræði sem Leifur Grímsson birti á Twitter í dag.

Ísland var að meðaltali 44% með boltann í leikjum sínum en Serbía var 52% með boltann.

Meðalaldurinn á liði Íslands var 29 ár en næsthæsti meðalaldurinn var hjá Spáni, Portúgal, Serbíu og Póllandi af þeim liðum sem eru komin áfram. Landsleikjareynslan var einnig mikil í íslenska liðinu miðað við mörg önnur lið.

Serbía er hávaxnasta liðið sem er komið áfram en meðalhæðin þar er 187 cm. Ísland og Belgía koma næst með meðalhæð upp á 185 cm.

Hér að neðan má sjá tölfræðina hjá Leifi.



Athugasemdir
banner
banner
banner