Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. október 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mata vill að leikmenn gefi 1% af laununum
Mynd: Getty Images
Juan Mata gefur 1% af launum sínum frá Manchester United til góðgerðarmála og er að reyna að virkja aðra úrvalsdeildarleikmenn til að taka þátt með sér.

Aðeins sex aðrir atvinnumenn eru með Mata í þessu verkefni, en enginn þeirra spilar í enska boltanum.

Mats Hummels og Giorgio Chiellini eru þekktustu nöfnin í karlaboltanum sem standa með Mata í þessu en Megan Rapinoe og Alex Morgan, sem unnu HM með Bandaríkjunum, eru með úr kvennaboltanum.

Þá eru Serge Gnabry og Dennis Aogo, sem spila báðir í þýsku efstu deildinni, einnig með.

„Ég er að reyna að sannfæra eins marga og ég get. Verkefnið hefur farið vel af stað. Ég þarf að spjalla við fleira fólk, ég býst við að margir muni bætast við."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner