Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. október 2018 13:46
Ívan Guðjón Baldursson
Tebas vill Pep og Mourinho aftur til Spánar
Mynd: Getty Images
Javier Tebas, forseti La Liga, segist ekki hafa áhyggjur af brottför Cristiano Ronaldo til Juventus.

Fyrir nokkrum árum hefði hann haft verulegar áhyggjur af félagaskiptunum en núna er spænska deildin komin á þann stall að hún er stærri heldur en einn leikmaður.

„Á undanförnum árum höfum við unnið hörðum höndum að því að styrkja vörumerki La Liga. Nú er það stærra heldur en eitthvað eitt félag eða einn leikmaður," segir Tebas.

„Fyrir fjórum árum hefði ég haft miklar áhyggjur af brottför Ronaldo en í dag hef ég ekki þessar áhyggjur."

Tebas segist vilja styrkja stöðu spænsku deildarinnar enn frekar og telur mikilvægt að laða bestu knattspyrnumenn og stjóra í heimi.

„Ég vil sjá alla bestu leikmennina og stjórana í La Liga. Ég væri til dæmis mjög ánægður með að fá Mourinho og Guardiola aftur í deildina."

Tebas segist ekki ætla að taka ensku úrvalsdeildina til fyrirmyndar þó hún fái langmesta áhorfið og sé með talsvert meiri veltu en sú spænska.

„Við ætlum ekki að taka ensku úrvalsdeildina til fyrirmyndar þó hún sé besta deild í heimi. Michael Owen er síðasti leikmaðurinn úr enska boltanum til að vinna Gullknöttinn og þá er sjaldgæft að leikmenn þaðan komist í heimslið ársins. "
Athugasemdir
banner