Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 13. nóvember 2017 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Ítalir ekki á HM í fyrsta sinn í 60 ár
Jakob Johansson og félagar fagna eina markinu sem var skorað í 180 mínútur.
Jakob Johansson og félagar fagna eina markinu sem var skorað í 180 mínútur.
Mynd: Getty Images
Ítalía 0 - 0 Svíþjóð (0-1 samanlagt)

Ítalir fara ekki á HM í Rússlandi á næsta ári og er það í fyrsta sinn sem þeir missa af HM síðan 1958.

Svíar unnu fyrri leikinn 1-0 á heimavelli en Ítölum tókst ekki að skora á heimavelli í kvöld og eru því úr leik.

Ítalir stjórnuðu leiknum í kvöld en Svíar voru ekki litlausir með öllu og hefðu getað fengið tvær vítaspyrnur fyrir hendi. Ítalir hefðu einnig átt að fá tvær vítaspyrnur en spænski dómarinn var ekki á því að dæma víti.

Heimamenn fengu fín færi í leiknum og komust nokkrum sinnum nálægt því að skora.

Ítalska þjóðin er brjáluð út í Gian Piero Ventura, landsliðsþjálfarann, sem geymdi Lorenzo Insigne á bekknum allan leikinn og byrjaði með Manolo Gabbiadini frammi og Matteo Darmian á vinstri kanti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner