Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. nóvember 2018 11:52
Elvar Geir Magnússon
Brussel
Alfreð: Kitlar auðvitað að spila í ensku úrvalsdeildinni
Icelandair
Alfreð Finnbogason fyrir æfingu í Belgíu í dag.
Alfreð Finnbogason fyrir æfingu í Belgíu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason hefur verið sjóðheitur með Augsburg í þýsku deildinni. Hann hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Bundesligunni en aðeins tveir leikmenn hafa skorað meira í deildinni.

Vangaveltur hafa verið í gangi um mögulegar þreifingar í komandi janúarglugga og umræða um hvort félög í ensku úrvalsdeildinni gætu sóst eftir þessum 29 ára leikmanni.

Fótbolti.net spurði Alfreð á landsliðsæfingu í Belgíu í dag hvort það gæti orðið einhverjar hræringar á hans málum í janúar.

„Ég veit það ekki. Þegar það gengur vel þá fer fólk að tala um þetta. Maður er vanur svona umtali. Eina sem virkar fyrir mig er að standa mig á vellinum og spá sem minnst í þessu. Ég ætla að halda því áfram og ef eitthvað kemur upp þá mun ég klárlega skoða það," segir Alfreð.

Hann viðurkennir það að hugmyndir um ensku úrvalsdeildina hljóma spennandi.

„Auðvitað er það deildin sem maður fylgdist mest með þegar maður var ungur strákur og unglingur. Ég hef alltaf auga með henni en að sama skapi er ég mjög ánægður í þýsku deildinni, það er deild sem hentar mér mjög vel. Þó ég myndi ekki spila í ensku deildinni er ég mjög ánægður með minn feril."

„Þegar þú minnist á það þá kitlar auðvitað að spila í ensku úrvalsdeildinni. Það eru fleiri deildir sem eru mjög aðlaðandi. Ef það kæmi eitthvað upp núna þá þyrfti það að vera mjög gott til að ég myndi fara frá Augsburg. Ég er á mjög góðum stað," segir Alfreð.

Augsburg siglir lygnan sjó í þýsku deildinni en Alfreð telur liðið hafa verið óheppið að vera ekki ekki með fleiri stig. Þegar hann er beðinn um að skoða titilbaráttuna þá spáir hann því að einokun Bayern München verði stöðvuð á þessu tímabili.

„Eins og þetta lítur út núna er ekkert að fara að stöðva Dortmund. Þeir eru með gríðarlega góðan og breiðan hóp, skemmtilegt sóknarlið. Það er smá mótvindur hjá Bayern og ef ég væri maður sem veðjar þá myndi ég setja peninginn minn á Dortmund."

Viðtalið við Alfreð birtist á myndbandsformi á eftir.

Sjá einnig:
Alfreð gæti orðið heitur janúarbiti
Athugasemdir
banner
banner
banner