Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   þri 13. nóvember 2018 12:13
Elvar Geir Magnússon
Brussel
Arnór Sig: Þýðir ekkert að hanga uppi í skýjunum endalaust
Icelandair
Arnór fyrir æfingu í dag.
Arnór fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er einn allra umtalaðasti fótboltamaður Íslands um þessar mundir en þessi 19 ára Skagamaður hefur skotist upp á stjörnuhimininn.

Hann er með íslenska landsliðinu í Brussel og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik gegn Belgíu á fimmtudaginn.

Arnór, sem spilar fyrir CSKA Moskvu, spjallaði við Fótbolta.net í dag og var fyrst spurður að því hvort hafi verið skemmtilegra að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark gegn Roma í síðustu viku eða fyrsta mark í rússnesku deildinni gegn Zenit um liðna helgi?

„Þetta var nánast jafn geggjað en Meistaradeildin er stærsta sviðið og það var ekki leiðinlegt að henda einu þar," segir Arnór sem jafnaði í 1-1. Hvernig var tilfinningin að sjá boltann fara inn?

„Hún var mjög góð. Við náðum að jafna þarna og markið var mikilvægt. En því miður náðu þeir að koma marki í andlitið á okkur stuttu síðar."

Hvernig gengur leikmanninum unga að halda sér á jörðinni meðan allt er í blóma á vellinum og allt umtalið í gangi?

„Það gengur bara vel. Það þýðir ekkert að hanga uppi í skýjunum endalaust. Ég er kominn niður á jörðina og er 100% fókuseraður á verkefnið hér. Það er mikilvægt að koma inn með rétt hugarfar. Maður hefur horft á þetta landslið í mörg ár og er rétt innstilltur í þetta, ég veit hvers er ætlast til af manni."

„Það er heiður að fá kallið í landsliðið núna og það er geggjað. En það þýðir ekki að vera að monta sig eitthvað yfir því. Maður þarf að sýna og sanna að ég eigi heima í þessum hóp."

Á bak við velgengni Arnórs er mikil vinna en hann segist aldrei hafa verið eins hungraður og núna. Vonast hann eftir byrjunarliðssæti gegn Belgum?

„Ég er fyrst og fremst stoltur yfir því að vera í hópnum núna. Ég kem inn og geri mitt. Svo er það þjálfarana að velja liðið og þeir velja alltaf besta liðið. Þetta á eftir að koma í ljós," segir Arnór.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner