Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 23:08
Ívan Guðjón Baldursson
Dinnage ráðin sem framkvæmdastýra úrvalsdeildarinnar
Mynd: Evening Standard
Susanna Dinnage hefur verið ráðin sem framkvæmdastýra ensku úrvalsdeildarinnar og tekur hún við af Richard Scudamore, sem hefur gegnt starfinu síðustu 19 ár.

Dinnage er fyrsti kvenmaðurinn til að vera ráðinn í starfið og eru miklar væntingar bornar til hennar. Hún þarf að feta í ansi stór fótspor þar sem auglýsingatekjur úrvalsdeildarinnar hafa næstum tífaldast undir leiðsögn Scudamore.

Það er þess vegna sem Bruce Buck, forseti Chelsea, vill gefa honum kveðjugjöf sem er 5 milljón punda virði.

Ensku úrvalsdeildarfélögin þyrftu því að greiða 250 þúsund pund á haus en fæst þeirra hafa vilja til þess í ljósi þeirra ofurlauna sem Scudamore hefur verið að fá fyrir starf sitt.

Buck þarf að fá samþykki frá 14 félögum til að koma kveðjugjöfinni í gegn og halda enskir fjölmiðlar því fram að minnst fimm félög séu að fara að hafna tillögunni þegar fundur verður haldinn á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner