þri 13. nóvember 2018 09:10
Magnús Már Einarsson
Joe Cole leggur skóna á hilluna
Cole var sigursæll með Chelsea.
Cole var sigursæll með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Joe Cole tilkynnti í dag að hann hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna, 37 ára að aldri. Cole ólst upp hjá West Ham en hann lék síðan hjá Chelsea, Liverpool, Lille, Aston Villa og Coventry.

Undanfarin tvö ár hefur Cole síðan verið á mála hjá Tampa Bay Rowdies í Bandaríkjunum.

„Þetta hefur allt saman verið draumur. Ég vona að næstu tveir áratugir verði jafn sérstakir og 20 ár mín sem atvinnumaður í fótbolta," sagði Cole.

Cole varð þríviegis enskur meistari með Chelsea og tvívegis bikarmeistari. Hann skoraði tíu mörk í 56 leikjum með enska landsliðinu á ferlinum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af ferli Cole.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner