Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. nóvember 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Lindelöf leikmaður ársins í Svíþjóð
Bestur í Svíþjóð.
Bestur í Svíþjóð.
Mynd: Getty Images
Victor Lindelöf, varnarmaður Manchester United og sænska landsliðsins, hefur verið valin leikmaður ársins í Svíþjóð.

Zlatan Ibrahimovic vann þessi verðlaun í tíu ár í röð frá 2007 til 2016.

Nú þegar Zlatan er orðinn eldri er keppnin um verðlaunin spennandi á nýjan leik.

Andreas Granqvist, fyrirliði sænska landsliðsins og félagi Lindelöf í vörninni, vann verðlaunin í fyrra.

Lindelöf hafði hins vegar betur gegn Granqvist í ár en þeir áttu báðir stóran þátt í að Svíar fóru í 8-liða úrslit á HM í Rússlandi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner