Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 10:40
Magnús Már Einarsson
Man Utd ræðir framlengingu við Herrera og Mata
Ander Herrera og Juan Mata.
Ander Herrera og Juan Mata.
Mynd: Getty Images
Manchester United er í viðræðum við spænsku miðjumennina Ander Herrera og Juan Mata um framlengingu á samningum þeirra.

Báðir leikmennirnir verða samningslausir næsta sumar sem og liðsfélagar þeirra Anthony Martial, David de Gea og Ashley Young.

Í gær var greint frá því að United sé í viðræðum við Young um framlengingu.

Það sama er uppi á teningnum hjá Mata og Herrera. Mata, sem er þrítugur, kom til United frá Chelsea árið 2014.

Herrera er 29 ára gamall en hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag Athletic Bilbao.

Á þessu tímabili hefur Herrera einungis byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni en Paul Pogba, Nemanja Matic, Fred og Marouane Fellaini hafa allir spilað meira en hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner