Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 08:07
Magnús Már Einarsson
Óttar Magnús yfirgefur Trelleborg
Óttar Magnús Karlsson.
Óttar Magnús Karlsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Óttar Magnús Karlsson hefur yfirgefið herbúðir Trelleborg í Svíþjóð.

Óttar fór til Trelleborg á árs lánssamningi frá Molde í lok febrúar síðastliðnum.

Óttar skoraði eitt mark í fjórtán leikjum þegar Trelleborg endaði í botnsætinu í sænsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili.

Trelleborg tilkynnti í gær að Óttar sé farinn aftur til Molde, fyrr en áætlað var miðað við árs lánssamning.

„Við þökkum Óttari fyrir tíma hans hjá Trelleborg og óskum honum góðs gengis í framtíðinni," segir á heimasíðu Trelleborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner