Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Shaqiri: Eflaust betra að vera eftir heima
Mynd: Getty Images
Xherdan Shaqiri var maður leiksins er Liverpool lagði Fulham að velli í ensku úrvalsdeildinni um helgina en var ekki í leikmannahópnum þegar liðið tapaði óvænt fyrir Rauðu stjörnunni í Belgrad, höfuðborg Serbíu, á þriðjudaginn.

Shaqiri var ekki í hópnum vegna þess að hann reitti serbnesku þjóðina til reiði á heimsmeistaramótinu í sumar þegar hann fagnaði sigurmarki Sviss gegn Serbíu með því að tákna albanska örninn.

„Það er mjög hitað andrúmsloft þarna, þannig það var eflaust betra að vera eftir heima. Ég var ferskur og hefði getað spilað leikinn en það er stjórinn sem tekur allar ákvarðanir varðandi hver spilar," sagði Shaqiri.

„Það geta bara ellefu leikmenn spilað í einu og við erum með stóran leikmannahóp. Það geta ekki allir spilað í einu og fólk þarf að sætta sig við ákvarðanir stjórans."

Shaqiri spilaði í sterkri sóknarlínu gegn Fulham þar sem hann var í byrjunarliðinu ásamt Mohamed Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane.

„Ég þekki þennan leikstíl eftir að ég spilaði með Franck Ribery og Arjen Robben hjá Bayern München. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner