Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 13. nóvember 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Thorgan Hazard: Eden vill ekki berjast við Chelsea
Eden Hazard hefur oft verið orðaður við Real Madrid.
Eden Hazard hefur oft verið orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Thorgan Hazard, yngri bróðir Eden Hazard, segir að bróðir sinn sé ekki á förum frá Chelsea í janúar. Eden hefur oft verið orðaður við Real Madrid undanfarin ár.

Eden og Thorgan eru báðir í belgíska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn. Thorgan sat fyrir svörum á fréttamannafundi í gær og þar var hann spurður út í bróður sinn sem verður samningslaus sumarið 2020.

„Ég þekki hann og hann er ekki að hugsa um að fara núna. Það eru breytingar í gangi hjá Real Madrid núna," sagði Thorgan.

„Hann bíður og gerir sitt besta. Síðan sér hann hvað gerist eftir tímabilið."

„Hann vill ekki berjast við Chelsea. Ef hann fer einn daginn þá gerir hann það á réttan hátt, án þess að það verði vandræði fyrir félagið."

Athugasemdir
banner
banner
banner