Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. nóvember 2018 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
Trippier dregur sig úr enska hópnum vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier verður ekki með enska landsliðinu í landsleikjahlénu vegna meiðsla.

Hann er annar leikmaðurinn til að draga sig úr hópnum eftir skelfilegt ökklabrot Danny Welbeck í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag.

Trippier meiddist í 1-0 sigri Tottenham á Crystal Palace um helgina og þurfti hann að fara af velli eftir 24 mínútur. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru en Mauricio Pochettino vonast til að fá Trippier aftur sem fyrst, enda eru leikir gegn Chelsea, Inter og Arsenal á dagskrá eftir landsleikjahléð.

Bakvörðurinn öflugi missir því af vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum og spennandi viðureign gegn Króatíu í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner