Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 16:49
Elvar Geir Magnússon
Heldur Raggi Sig áfram að skora gegn Tyrkjum?
Icelandair
Ragnar Sigurðsson finnur sig vel gegn Tyrkjum.
Ragnar Sigurðsson finnur sig vel gegn Tyrkjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkland og Ísland eigast við í Istanbúl á morgun en eins og mikið hefur verið fjallað um þá hefur íslenska liðinu vegnað gríðarlega vel gegn því tyrkneska.

Ísland lagði Tyrkland í fyrri viðureign liðanna í riðlinum 2-1 í júní en þá skoraði miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson bæði mörkin.

„Hann hefði meira að segja getað laumað þrennunni á þá. Ég vil sjá hann lauma sér á fjærstöngina trekk í trekk á morgun. Þeir eiga í basli með hann greinilega þar. Ég vil sjá hann skora á morgun," segir Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður RÚV, í viðtali við Fótbolta.net.

Raggi er ekki vanur því að skora tvö mörk í einum leik.

„Það er mjög óvanalegt. Ég hefði getað sett þriðja markið í seinni hálfleik. Það er gaman að þessu," sagði Raggi við Fótbolta.net í vikunni.

Tyrkir hafa aðeins fengið þrjú mörk á sig í undankeppninni og því hefur Raggi skorað 67% þeirra marka sem liðið hefur fengið á sig eins og Vísir benti á.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner