Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. nóvember 2020 13:26
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Freysi: Verður örugglega sárt restina af ævi okkar
Icelandair
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
„Ég var úti á velli með þá sem voru ferskir og við töluðum bara vel saman um að við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta verður sárt og þetta verður örugglega sárt restina af ævi okkar," segir Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari í samtali við RÚV.

RÚV náði í Frey skömmu eftir æfingu liðsins í hádeginu í dag. Ísland tapaði á dramatískan hátt gegn Ungverjalandi í gær í úrslitaleik um sæti á EM. Ungverjar skoruðu tvö mörk í lok leiksins eftir að Ísland var í forystu frá elleftu mínútu.

„Við erum lítið búnir að ná að melta þetta það er stutt síðan þetta kláraðist er en þetta er bara eins og við sögðum fyrir leikinn. Bæði þjálfarar og leikmenn; að á ögurstundu snýst þetta um smáatriði og að gera ekki mistök. Það er hægt að sjá mörg atvik sem eru ef og hefði, ef við hefðum skorað úr færunum okkar þá hefðum við ekki fallið jafn djúpt og raun bar vitni sem orsakar síðan mistök sem gefa þeim jöfnunarmarkið."

Freyr segir að liðið verði nú að ýta þessu til hliðar enda tveir útileikir í Þjóðadeildinni framundan, gegn Danmörku á sunnudag og Englandi á miðvikudag.

„Við munum rótera liðinu mikið í þessum tveimur leikjum. Við þurfum að hafa eins hátt orkustig og kostur er á í þessum tveimur leikjum og svo þurfum við að ná andlegri heilsu, það er lykilatriði að finna hungrið og viljann til að vera í standi í þessum leikjum. Við þurfum að hjálpast að, við vinnum sem lið og við töpum sem lið og nú þurfum við að sleikja sárin saman og þétta raðirnar og sýna úr hverju við erum gerðir á næsta sólarhringnum," segir Freyr.

„Ég er búinn að vera í kringum þetta lið í fimm ár og þetta eru sennilega fimm erfiðustu dagar sem ég hef upplifað með þessu liði en mjög mikilvægir og við gerum okkur grein fyrir því að það er mjög stutt í næstu undankeppni, undankeppni HM í mars."
Athugasemdir
banner
banner
banner