Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. nóvember 2021 12:30
Aksentije Milisic
Arnar: Erum að reyna búa til það sem við höfðum áður
,,Munum reyna að eyðileggja fyrir ykkur"
Icelandair
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Viðarsson landsliðsþjálfari Ísland og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum í Skopje í Norður Makedóníu í dag en Ísland mætir Norður Makedóníu ytra á morgun í lokaumferð riðilsins í undankeppni HM.

„Við óskum ykkur alls hins besta en við munum reyna eyðileggja fyrir ykkur á morgun," sagði Arnar Viðarsson á blaðamannafundinum í dag.

„Þegar þú ert með hóp af 'professional' leikmönnum þá ertu alltaf mótiveraður í alla leiki. Við erum með ungan hóp, nýja leikmenn og því eru þessir leikir mjög mikilvægir í þróun liðsins. Það skiptir ekki máli þó við eigum ekki séns á öðru sætinu þá erum við samt hungraðir í að vinna leikinn," sagði Arnar þegar hann var spurður að því hvort liðið væri mótverað í leikinn á morgun.

Þið spilið á morgun undir engri pressu, hvað munið þið gera öðruvísi á morgun heldur en þið gerðuð í fyrri leiknum?

„Við erum að reyna spila þetta nýja lið saman, búa til það sem við höfðum áður. Við erum að reyna skapa það aftur og til þess þurfa leikmenn að spila saman. Það eru ekki margir hlutir sem við munum gera öðruvísi. Við erum að reyna vera betri í öllu því sem við erum að gera, alveg eins og þeir með sinn nýja þjálfara," sagði Arnar.

Ísland gerði 0-0 jafntefli gegn Rúmeníu ytra á fimmtudaginn síðasta. Arnar var heilt yfir sáttur með þann leik þó hann hefði viljað stigin þrjú.

„Vorum ánægðir með varnarleikinn heilt yfir, jákvætt að halda hreinu og Rúmenarnir voru í vandræðum með að brjóta okkur niður, það var helst eftir einstaklingsmistök hjá okkur eða eftir horn. Við sköpuðum okkur 4-5 færi og vorum svekktir með að vinna ekki leikinn. Það mest jákvæðasta úr þessu var að menn voru svekktir að ná ekki í öll þrjú stigin."

Leikur Norður Makedóníu og Ísland hefst klukkan 17:00 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner