Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 13. nóvember 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bale: Alltaf planið að spila 45 mínútur
Mynd: Getty Images
Wales vann öruggan 5-1 sigur gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Gareth Bale lék sinn hundraðasta leik fyrir Wales.

Hann lagði upp annað mark leiksins fyrir Neco Williams en var síðan tekinn útaf í hálfleik.

Hann er að jafna sig af meiðslum sem hafa haldið honum frá fótbolta síðustu tvo mánuði. Hann sagði í viðtali eftir leikinn að það hafi alltaf verið planið að spila bara fyrri hálfleikinn í kvöld.

„Það var alltaf planið að spila 45 mínútur. Ég hef verið frá í tvo mánuði. Planið var að fara útaf og undirbúa mig fyrir þriðjudaginn.""

En Wales leikur þá gegn Belgum sem hafa tryggt sætið sitt á HM. Wales er í 2. sæti þremur stigum á undan Tékklandi og þarf því að minnsta kosti stig gegn Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner