Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. nóvember 2021 10:45
Aksentije Milisic
Barcelona hefur áhuga á Werner - Rodgers líklegastur til United
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Werner, Sterling, Kane, Southgate, Ziyech, Kounde, De Ketelaere og fleiri koma við í slúðurpakka dagsins að þessu sinni. BBC tók allt það helsta saman.
____________________________________

Barcelona hefur áhuga á Timo Werner, 25 ára gamla sóknarmanni Chelsea. Werner hefur einungis byrjað fjóra deildarleiki á þessu tímabili og því gæti Barcelona reynt við hann í janúar. (Marca)

Raheem Sterling (26) myndi hafa áhuga á að ganga til liðs við Barcelona í janúar glugganum á láni ef það stendur til boða. Hann vill það frekar heldur en að vera inn og út úr liðinu hjá Man City. (Times)

Man City mun aftur reyna við Harry Kane (28) sóknarmann Tottenham í janúar. Liðið reyndi allt sem það gat til að fá hann í sumar en það gekk ekki. (ESPN)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, þykir líklegastur til þess að taka við Manchester United af Ole Gunnar Solskjær. (Mail)

Gareth Southgate, stjóri enska landsliðsins, mun skrifa undir framlengingu á sínum samning sem myndi þýða að þessi 51 árs gamli þjálfari muni stýra Englandi á EM 2024. (Telegraph)

Fyrrum leikmaður Rangers og ítalska landsliðsins, Gennaro Gattuso (43), á óklárað verk á Ibrox vellinum og því gæti hann tekið við Rangers af Steven Gerrard. (Times)

Hakim Ziyech (28) leikmaður Chelsea, gæti farið til Borussia Dortmund í janúar glugganum, einungis 18 mánuðum eftir að hann kom til Chelsea frá Ajax. (Mirror)

Sevilla vill halda hinum 23 ára gamla Jules Kounde í sínum röðum fram að næsta sumri, þrátt fyrir áhuga frá Manchester United. (Marca)

Tottenham hefur áhuga á framherja Club Brugge, Charles de Ketelaere, en AC Milan er sagt ætla berjast við Spurs um þennan tvítuga framherja. (Calciomercato)

Valencia hefur áhuga á leikmanni Wolves, Adama Traore. (Sun)

Diogo Dalot vonast eftir því að vera áfram hjá Manchester United þrátt fyrir áhuga frá Roma. Jose Mourinho, þjálfari Roma, fékk Dalot til United árið 2018. (Caught Offside)

Dean Smith, sem var rekinn frá Aston Villa á dögunum, er sagður vera fara taka við Norwich á næstunni. Frank Lampard vildi ekki taka við Kanarífuglunum. (Sun)

Dean Henderson (24) leikmaður Manchester United, vill yfirgefa félagið en hann hefur misst sæti sitt í hendur David De Gea á þessu tímabili. (Mail)

Paul Fonseca hefur ekki gefið upp draum sinn en það er að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann missti af stjórastöðunum hjá Tottenham og Newcastle. (Sun)

Dwight Yorke (50) fyrrum leikmaður Aston Villa, segir að hann hafi ekki fengið neitt svar frá félaginu þegar hann hafði samband eftir að Dean Smith var rekinn. Steven Gerrard tók að lokum við Aston Villa. (SkySports)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner