lau 13. nóvember 2021 12:50
Aksentije Milisic
Birkir um leikjametið: Þarf að spila leikinn fyrst
Icelandair
Birkir með fyrirliðabandið.
Birkir með fyrirliðabandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Viðarsson landsliðsþjálfari Ísland og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum í Skopje í Norður Makedóníu í dag en Ísland mætir Norður Makedóníu ytra á morgun í lokaumferð riðilsins í undankeppni HM.

„Við erum mjög mótiveraðir í þennan leik, við erum ekki sáttir með stöðuna í riðlinum og við erum klárir að sýna það að við getum gert betur," sagði Birkir á blaðamannafundinum í dag.

„Við ætluðum að ná 2. sætinu í riðlinum og komast í útsláttarkeppnina. Við erum með mikið af nýjum leikmönnum og erum að byggja upp nýtt lið. Það mun taka tíma og við höfum ekki verið sáttir með úrslitin í okkar leikjum. Við erum klárir að sýna það að við erum á réttri leið og við hlökkum til leiksins."

Birkir Bjarnason getur bætt leikjamet Rúnar Kristinssonar á morgun en Rúna lék 104 landsleiki á árunum 1987-2004. Spili Birkir á morgun verður það hans 105 landsleikur.

Birkir var þó lítið að velta sér upp úr því og er allur hans fókus á leikinn sjálfan.

„Við erum mest einbeittir á þessa þróun sem er í gangi. Við leikmenn höfum fundið að við erum á góðri leið, við þurfum að fara breyta þessu í sigra líka. Ég hef ekki mikið spáð í þessu leikjameti. Við sjáum bara hvað gerist, ég þarf að spila leikinn fyrst," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner