Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 13. nóvember 2021 14:50
Aksentije Milisic
Dean Smith verður tilkynntur hjá Norwich í næstu viku
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum frá Bretlandseyjum þá mun Dean Smith vera tilkynntur sem stjóri Norwich, snemma í næstu viku.

Smith var rekinn frá Aston Villa eftir erfitt gengi á þessari leiktíð en liðið er einungis tveimur stigum frá fallsæti í 16. sæti deildarinnar.

Steven Gerrard lét af störfum hjá Rangers og tók við Aston Villa á dögunum en nú er ljóst að Dean Smith verður ekki lengi án starfs. Hann ku hafa samþykkt tilboð Norwich.

Margt benti til þess að Frank Lampard myndi taka við Norwich en hann ákvað í gær að hafna tilboði frá félaginu og því leituðu Kanarífuglarnir til Dean Smith.

Smith vildi snúa strax aftur í þjálfun eftir að Aston Villa rak hann og nú virðist það vera í höfn.

Norwich er í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins einn sigur á bakinu en hann kom í síðustu umferð gegn Brentford. Í kjölfarið var Daniel Farke látinn taka pokann sinn.

Norwich mætir Aston Villa þann 14. desember næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner