lau 13. nóvember 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Diallo neitar ásökunum um ofbeldi gegn Hamraoui
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aminata Diallo leikmaður kvennaliðs PSG komst í heimsfréttirnar á dögunum en hún var handtekin fyrir að ráða menn til að ráðast á samherja sinn hana Kheira Hamraoui.

Hún var sögð hafa fengið vin sinn sem er í fangelsi til að redda þessum mönnum til að ráðast á samherja sinn sem leikur sömu stöðu og hún svo hún geti komist í liðið.

Fótbolti.net sagði frá því í gærmorgun að henni hafi verið sleppt úr haldi en nú hefur hún gefið út yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún lýsir yfir sakleysi sínu.

Hún sagði að rannsóknin muni leiða það í ljós að hún er alsaklaus. Hún segir jafnframt að algjör tilbúningur um mikla samkeppni milli hennar og Kheira Hamraoui skýri það að hún sé sökuð um þetta. Hún segir að það hafi verið óþarfi að loka hana inni í sólarhring, hún hefði geta gefið út yfirlýsingu án þvinganna.
Athugasemdir
banner
banner