Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. nóvember 2021 16:40
Aksentije Milisic
Donnarumma: Samkeppnin við Navas truflar mig
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma, markvörður ítalska landsliðsins og PSG, hefur sagt frá því að samkeppni hans og Keylor Navas um markmannsstöðuna hjá PSG, trufli hann.

Donnarumma gekk í raðir PSG frá AC Milan á frjálsri sölu eftir EM í sumar en honum hefur gengið nokkuð brösulega að festa sig í sessi hjá frönsku risunum.

„Samkeppnin hefur engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum, en þetta truflar mig samt. Þetta er ekki auðvelt, ég var alltaf vanur að vera byrjunarliðsmaður og það er sárt að þurfa stundum að vera á bekknum," sagði Ítalinn stóri og stæðilegi.

„Ég er samt viss um að það muni finnast lausn í þessu."

Donnarumma var í markinu hjá ítalska landsliðinu í gær sem gerði 1-1 jafntefli gegn Sviss í undankeppni HM.
Athugasemdir
banner
banner