Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. nóvember 2021 22:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Endurvekja umræðu um Ofurdeildina - „Úrvalsdeildin er óvinur"
Javier Tebas
Javier Tebas
Mynd: Getty Images
Javier Tebas forseti spænsku deildarinnar, La Liga, segir að Barcelona, Real Madrid og Juventus séu að undirbúa að endurvekja Ofurdeildina.

Upphaflega voru tólf lið sem ætluðu að koma sér saman og keppa í Ofurdeildinni. Þar voru meðal annars sex ensk úrvalsdeildarfélög.

Þessi hugmynd fékk mikla athygli og margir voru hræddir um að fótbolti væri úr sögunni í núverandi mynd þar sem lið gætu farið upp og niður milli deilda.

Gary Neville gagnrýndi Ofurdeildina hvað mest.

„Þetta er til skammar. Þetta er bara græðgi. Þetta hefur ekkert með fótbolta að gera. Fótboltinn á 100 ára sögu í þessu landi og aðdáendurnir hafa lifað fyrir þessi félög og það þarf að verja þá."

Ensku félögin Man Utd, Man City, Arsenal, Tottenham, Chelsea og Liverpool drógu sig útúr deildinni að lokum og Tebas segir að þau séu ekki velkomin aftur.

„Þau lið sem eftir eru [Barcelona, Real, Juventus] eru að ræða málin og ég get sagt þér það núna: Þau vita að ensku liðin verða ekki með. Þau eru að setja saman Ofurdeildina með öllum hinum deildunum svo Meistaradeildin verður ekki bara eini óvinurinn heldur Úrvalsdeildin líka."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner