lau 13. nóvember 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gallagher kallaður í enska landsliðshópinn
Mynd: EPA
Conor Gallagher miðjumaður Crystal Palace hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína undir stjórn Patrick Vieira.

Þessi 21 árs gamli leikmaður sem er á láni frá Chelsea hefur leikið 11 leiki fyrir Palace og skorað fjögur mörk og lagt upp tvö.

Hann hefur fengið kallið í A-landsliðshóp Englands og mætir til æfinga á morgun fyrir leikinn gegn San Marínó á mánudaginn. Ef hann tekur þátt í leiknum er hann fimmti leikmaður Palace á þessari öld sem spilar fyrir enska landsliðið.

Andy Jonhson gerði það árið 2005, Wilfried Zaha árið 2012, Andros Townsend árið 2016 og Ruben Loftus-Cheek árið 2017 en hann var einnig á láni frá Chelsea þá.

England þarf bara stig til að tryggja sætið sitt á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner