Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 13. nóvember 2021 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Íslenska landsliðið það yngsta í Evrópu
Icelandair
Ísak Bergmann er yngsti leikmaðurinn í landsliðshópnum
Ísak Bergmann er yngsti leikmaðurinn í landsliðshópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru kynslóðaskipti í gangi hjá íslenska landsliðinu þessa stundina. Leikmenn á borð við Ísak Bergmann Jóhannesson, Andra Fannar Baldursson og Andra Lucas Guðjohnsen hafa brotið sér leið í liðið en þeir hafa ekki enn náð tvítugsaldri.

Samkvæmt útreikningum Football Talent Scout - Jacek Kulig á Twitter er íslenska landsliðið með lægsta meðalaldur allra liða í Evrópu.

Samkvæmt Football Talent Scout er meðalaldur Íslands 24.7 ár en Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason og Ari Freyr Skúlason hífa meðalaldurinn vel upp.

Englendingar sem komust í úrslit á EM í sumar eru með þriðja lægsta meðalaldurinn.

Athugasemdir
banner
banner