Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. nóvember 2021 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kominn tími á gullkynslóðina - „Takk fyrir komuna"
Icelandair
Jói Berg
Jói Berg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Norður-Makedóníu í síðasta leik í undankeppni HM á morgun. Það eru kynslóðaskipti í gangi í íslenska landsliðinu en Þorlákur Árnason ræddi við Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon í Útvarpsþætti fótbolta.net um landsliðið.

Hann segir að það sé kominn tími til að gullkynslóðin sem fór með landsliðið á EM og HM stigi til hliðar.

„Þessi íhaldsemi og velgengi Lars kostar líka. Ég held að það sé kominn tími á að þakka bestu leikmönnum okkar síðustu ár fyrir og þessi kynslóð taki við. Elías markmaður er t.d. orðinn góður."

Tómas Þór spurði Þorlák hvort gullkynslóðin ætti að fá kveðjuleik fljótlega.

„Algjörlega, fyrir mér eru Jói, Gylfi, Aron og Alfreð sem eru búnir að vera frábærir fótboltamenn fyrir Ísland, þetta er bara búið. Það myndi hjálpa rosalega mikið að segja takk fyrir komuna. Jói og Alfreð geta ekki spilað á topp leveli og spilað landsleiki."

Þorlákur segir að Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarson eigi enn heima í landsliðinu.

„Hann hefur verið gagnrýndur mikið, verið að spila margar stöður. Hann er karakterslega séð og þessi tímasetning að hafa hann sem fyrirliða, hann er að hjálpa þessum leikmönnum, maður sér það alveg. Hann vill vera þarna, við erum með sadda leikmenn líka sem eru búnir að gera þetta allt. Mér finnst hann vera í öðru hlutverki og mér finnst hann vera gefa orku í liðið. Við getum deilt um gæðin hans en hann er nógu góður til að vera í byrjunarliðinu og er flottur karakter."

„Birkir Már er æskubrunnur. Mér fannst Alfons flottur í þessum leik, við höfum ekki mikið backup eftir hann það er spurning með Viðar Ara, ég hef ekki séð hann nýlega. Mér finnst engin ástæða fyrir Birki að hætta meðan hann er ennþá þetta góður. Ég vil sjá það skýrara hverjir af þessum eldri séu 'all in' og ef þeir eru það þá bara halda þeim. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan í íslenskum fótbolta. "
Útvarpsþátturinn - Landsliðið, Jón Rúnar og fótboltafréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner