lau 13. nóvember 2021 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Kr.is 
KR þakkar Óskari fyrir - Ótrúlegur ferill
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson hefur yfirgefið KR eftir farsælan feril hjá félaginu.

Hann er genginn í raðir Stjörnunnar en hann gekk til liðs við KR árið 2006 og spilaði sinn fyrsta leik gegn Keflavík árið 2007. Hann lék síðan sinn síðasta leik í sumar gegn Stjörnunni í 2-0 sigri þar sem hann skoraði og lagði upp.

Hann spilaði 552 leiki og skoraði 157 mörk fyrir félagið. 296 spilaðir leikir í efstu deild og skoraði 73 mörk sem er met hjá KR.

Kveðja KR til Óskars:
Nú er tíma Óskars Arnar lokið í bili hjá KR og þökkum við honum kærlega fyrir góðu stundirnar. Óskar Örn Hauksson gekk til liðs við KR þann 1. nóvember árið 2006 og spilaði sinn fyrsta leik í deildinni árið 2007 gegn Keflavík, síðasti leikur Óskars fyrir KR í bili var nú í haust þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-2 sigri gegn Stjörnunni. Óskar spilaði 552 leiki fyrir KR og skoraði í þeim 157 mörk og vann hann 18 titla með KR. Titlar Óskars með KR eru hér eftirfarandi:

Íslandsmeistari 2011, 2013, 2019
Bikarmeistari 2008, 2011, 2012, 2014
Meistarakeppni KSÍ 2012 og 2020
Reykjavíkurmót 2009, 2010, 2019, 2020
Deildarbikarkeppni 2010, 2012, 2016, 2017, 2019

KR óskar honum góðs gengis.
Áfram KR!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner