Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. nóvember 2021 20:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe með sína fyrstu þrennu fyrir franska landsliðið
Mynd: EPA
Það er hálfleikur í viðureign Frakklands og Kasakstan. Frakkar hafa séð um að skora mörkin.

Nánar tiltekið hefur Mbappe séð um að skora mörkin, staðan er 3-0 í hálfleik og Mbappe með þrennu, sína fyrstu þrennu á ferlinum fyrir Frakka.

Hann er jafnframt fyrsti Frakkinn til að skora þrennu í keppnisleik síðan 1985.

Mbappe er mikill markahrókur en hann hefur skorað 170 mörk í 259 leikjum á ferli sínum með félagsliðum. Hann hefur þá skorað nú 22 mörk í 52 landsleikjum.

Frakkar tryggja sér sæti á HM með sigri í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner