lau 13. nóvember 2021 09:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Óskar Örn: Vildi víkka sjóndeildarhringinn
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi aldrei leitt hugann að því að leggja skóna á hilluna enda sé hann í toppstandi líkamlega, 37 ára gamall.

„Metin fylgja manni víst en aðalmálið er að mér finnst bara svo gaman í fótbolta. Á meðan svo er ætla ég að njóta þess," segir Óskar í viðtali við Víði Sigurðsson.

Í hádeginu í gær staðfesti Stjarnan að Óskar, sem er leikja- og markahæsti leikmaður KR, hefði skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna.

„Á þessum tímapunkti var ég tilbúinn til að prófa eitthvað nýtt, víkka sjóndeildarhringinn og sjá hvað menn eru að gera annars staðar en í KR."

„Mér líst bara vel á allt dæmið hjá Stjörnunni. Þeir eru með nýja og ferska þjálfara, einhverjar breytingar á hópnum, og þarna er allt til alls til að gera betur en í ár. Metnaðurinn í félaginu er mikill og það er greinilega vel staðið að öllu. Félagið er á leið inn í flottasta knattspyrnuhús á landinu og það er margt jákvætt og spennandi að gerast hjá Stjörnunni."

Stjarnan átti erfitt uppdráttar á liðnu tímabili og endaði í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar. Ágúst Þór Gylfason er tekinn við stjórnartaumunum í Garðabæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner