Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 13. nóvember 2021 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Sigurvegari í Draumaliðsdeild Eyjabita - Jónatan Ingi gaf 60 stig í sama leik
Ingi Þór með verðlaunin í gær.
Ingi Þór með verðlaunin í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingi Þór Þórisson bar sigur úr býtum í Draumaliðsdeild Eyjabita á þessu tímabili með lið sitt en hann endaði 37 stigum á undan næsta manni sem var í öðru sæti. Í verðlaun frá Eyjabita fékk Ingi ferð á leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir tvo með VITA Sport.

„Í byrjun lagði ég mikla vinnu í þetta. Svo þegar ég sá hversu ofarlega ég var í lokin setti ég mikinn tíma í þetta og þá kom líka keppnisskapið í manni í ljós," sagði Ingi aðspurður hvaða leikmenn gáfu honum flest stig.

Hver var lykillinn að sigrinum? „Ætli það hafi ekki verið þegar ég keypti Jónatan Inga og gerði hann að fyrirliða í leik á móti Keflavík þar sem hann skoraði þrennu og lagði upp tvö mörk í sama leiknum," sagði Ingi. „Það eitt gaf mér 60 stig. Síðan var það þegar ég keypti Ingvar Jóns og Árna Vill á hárréttum tíma. Mínir bestu menn sem ég hélt mér við allan tímann voru Kenny Chopard og Hallgrímur Mar."

Ingi segir að hann styðji Keflavík í deildinni en á næsta tímabili ætlar hann líka að styðja ÍBV sem var að koma upp í deildina. Hann fylgdist vel með í sumar. „Ég fylgdist mjög vel með deildinni og breytti ef mér þótti þörf vera á," sagði hann.

Í verðlaun fékk Ingi Þór gjafabréf fyrir tvo á leiki í ensku úrvalsdeildinni með VITA Sport. „Ég ætla að fara að sjá mína menn í Liverpool," sagði Ingi Þór ánægður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner