Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. nóvember 2021 14:30
Aksentije Milisic
Southgate um Maguire: Er hann aðdáandi Hulk Hogan?
Fagnar í gær.
Fagnar í gær.
Mynd: EPA
Harry Maguire komst á blað í gær með enska landsliðinu en hann kom liðinu á bragðið með skallamarki á níundu mínútu.

England vann leikinn örugglega með fimm mörkum gegn engu. Það sem vakti athygli var hins vegar fagnið hjá Maguire en hann renndi sér á hnjánum og setti putta sína í eyrun, eins og hann væri að svara gagnrýnisröddum.

Maguire hefur mikið verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína með Manchester United á þessu tímabili en hann hefur litið illa út í hjarta varnarinnar, leik eftir leik á þessu slæma gengi hjá United.

Roy Keane lét Harry heyra það eftir í fagnið í gær og sagði að það var vandræðalegt. Hann væri ekki að þagga niður í neinum gangrýnisröddum með einu marki gegn Albaníu þar sem hann hefur verið arfaslakur á tímabilinu með United.

„Er hann aðdáandi Hulk Hogan? Ég veit ekki fyrir hvað þetta fagn var. Hann er frábær leikmaður. Hann var í liðið mótsins á EM fyrir tveimur mánuðum," sagði Gareth Southgate.


Athugasemdir
banner
banner
banner