lau 13. nóvember 2021 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stuðningsmenn Bandaríkjanna í skrúðgöngu fyrir stórleik
Mynd: Getty Images
Bandaríkin og Mexíkó mættust í nótt en þetta var gríðarlega mikilvægur leikur. Mexíkó var á toppi riðilsins með 14 stig en Bandaríkin í öðru með ellefu stig.

Stuðningsmenn bandaríkjanna voru vel peppaðir fyrir leikinn og fjölmenntu í skrúðgöngu fyrir leikinn.

Svo fór að Bandaríkin unnu með tveimur mörkum gegn engu. Christian Pulisic leikmaður Chelsea kom þeim yfir og Weston McKennie leikmaður Juventus skoraði seinna markið.

Bandaríkin komust því uppfyrir Mexíkó og eru því í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina þar sem Bandaríkin mæta Jamaika sem hafa aðeins unnið einn leik og Mexikó mæta Kanada sem er í 3. sæti riðilsins.

Þrjú efstu liðin komast á HM.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner