Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 13. nóvember 2021 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Það vill enginn framherji fara til West Ham útaf Antonio
Mynd: EPA
Michail Antonio framherji West Ham hefur farið á kostum með félaginu síðustu ár.

Honum gengur svo vel að aðrir framherjar eru smeikir við að koma til West Ham og þurfa að sitja á bekknum, þetta kemur fram á Daily Mail.

Antonio skoraði 10 mörk á síðasta tímabili og önnur tíu tímabilið á undan. Hann hefur farið gríðarlega vel af stað í ár en hann er með 7 mörk í 12 leikjum.

David Moyes vill fá annan framherja til að geta barist almennilega um sæti í Meistaradeildinni en liðið er um þessar mundir í 3. sæti og vann góðan sigur á Liverpool í síðustu umferð.

Hann er sagður hafa rætt við sjö mismunandi framherja í sumar en hann er að reyna fá nýjan framherja í stað Sebastian Haller sem hefur farið á kostum síðan hann var seldur til Ajax í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner