Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 13. nóvember 2021 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM: Frakkar og Belgar á HM - Mbappe með fjögur
Mynd: EPA
Tvö lið til viðbótar hafa tryggt sér farseðilinn á HM. Þetta var aldrei í hættu hjá Frökkum.

Frakkar tóku á móti Kasakstan í D-Riðli en þeir tryggðu sér sæti á HM með því að vinna Kasaka með átta mörkum gegn engu. Mbappe skoraði fjögur, Benzema tvö, Griezmann og Adrien Rabiot sitt markið hvor.

Úkraína og Finnland berjast um sæti í umspil en Finnar sem eru með tveggja stiga forskot mæta Frökkum á meðan Úkraína mætir Bosníu í lokaumferðinni.

Belgía tryggði farseðilinn á HM með 3-1 sigri gegn Eistlandi, Christian Benteke, Yannick Carrasco og Thorgan Hazard skoruðu mörk Belga. Wales er í góðri stöðu eftir 5-1 sigur á Hvít Rússum. Wales eru með þriggja stiga forskot á Tékka í 2. sæti en Wales mætir Belgum í lokaumferðinni á meðan Tékkar mæta Eistum.

Gareth Bale spilaði sinn 100. landsleik fyrir Wales en hann var tekinn útaf í hálfleik þar sem þetta var hans fyrsti leikur í tvo mánuði vegna meiðsla. Hann lagði upp eitt mark.

Hollendingar misstu niður tveggja marka forystu gegn Svartfellingum á lokamínútum leiksins. Memphis kom Hollandi í 2-0 en Svartfjallaland jafnaði metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Holland er því ekki með tryggt sæti ennþá. Liðið mætir Noregi í lokaumferðinni.

Tyrkland er í öðru sæti og Noregur í því þriðja með jafn mörg stig, tveimur stigum á eftir Hollandi. Tyrkir mæta Svartfellingum í lokaumferðinni. Það getur allt gerst ennþá.

Bosnia Herzegovina 1 - 3 Finland
0-1 Marcus Forss ('29 )
0-2 Robin Lod ('51 )
1-2 Luka Menalo ('69 )
1-3 Daniel OShaughnessy ('73 )
Rautt spjald: Jukka Raitala, Finland ('37)

France 8 - 0 Kazakhstan
1-0 Kylian Mbappe ('6 )
2-0 Kylian Mbappe ('12 )
3-0 Kylian Mbappe ('32 )
4-0 Karim Benzema ('55 )
5-0 Karim Benzema ('59 )
6-0 Adrien Rabiot ('75 )
7-0 Antoine Griezmann ('84 , víti)
8-0 Kylian Mbappe ('87 )

Belgium 3 - 1 Estonia
1-0 Christian Benteke ('11 )
2-0 Yannick Carrasco ('53 )
2-1 Erik Sorga ('70 )
3-1 Thorgan Hazard ('74 )

Wales 5 - 1 Belarus
1-0 Aaron Ramsey ('3 )
2-0 Neco Williams ('20 )
3-0 Aaron Ramsey ('50 , víti)
4-0 Ben Davies ('77 )
4-1 ARtem Kontsevoy ('87 )
5-1 Connor Roberts ('89 )

Montenegro 2 - 2 Netherlands
0-1 Memphis Depay ('25 , víti)
0-2 Memphis Depay ('54 )
1-2 Ilija Vukotic ('82 )
2-2 Nikola Vujnovic ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner