Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. nóvember 2021 14:10
Aksentije Milisic
„Veit hvernig á að spila gegn Ronaldo og trúi að það muni hjálpa okkur"
Mynd: Getty Images
Sergej Milinkovic-Savic, leikmaður Lazio og serbneska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum stóra í Lissabon annað kvöld. Portúgal og Serbía mætast þá í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fer beint á HM í Qatar árið 2022.

Portúgölum dugir jafntefli á heimavelli á morgun en Serbarnir þurfa sigur ætli liðið sér beint á HM. Ef Portúgal vinnur eða það fer jafntefli, þá þarf Serbía að fara í umspil.

„Þeir eru með eitt besta landsliðs heims, ég held ég þurfi ekki að tala um þá. Allir vita hvað þeir geta en ég veit líka hvað við getum gert í Portúgal. Landsliðið okkar er betra heldur en við vorum með á HM árið 2018 að mínu mati, við munum reyna að vinna og við getum ekki beðið eftir leiknum," sagði Sergej.

„Cristiano Ronaldo er einn besti leikmaður heims. Ég hef reynslu af því að spila gegn honum þegar hann var í Juventus í þessi tvö ár. Ég veit hvernig á að spila gegn honum og ég trúi því að það muni hjálpa okkur í leiknum á morgun."

Leikurinn hefst klukkan 19:45 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner