sun 13. nóvember 2022 23:52
Brynjar Ingi Erluson
Þriðji sigur Sverris í röð - Willum spilaði í jafntefli
Lið Sverris er á góðu róli í grísku deildinni
Lið Sverris er á góðu róli í grísku deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gríska liðið PAOK vann þriðja leik sinn í röð í grísku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið lagði Volos að velli, 3-0.

PAOK hefur átt ágætis byrjun á tímabilinu í Grikklandi en Sverrir lék allan tímann í vörn liðsins í sigrinum á Volos.

Liðið er nú í 3. sæti með 25 stig, tólf stigum frá toppliði Panathinaikos eftir fyrri hlutann.

Willum Þór Willumsson spilaði allan leikinn er Go Ahead Eagles gerði 2-2 jafntefli við Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni. Willum er fastamaður í liði Eagles sem situr í 11. sæti deildarinnar með 15 stig.

Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn er Slask Wroclaw gerði markalaust jafntefli við Legia Varsjá í pólsku deildinni en þetta var gott stig fyrir Slask sem er í 11. sæti og var þarna að mæta einu besta liði deildarinnar.

Viðar Ari Jónsson lék þá allan leikinn í 2-0 tapi Honved gegn Ferencvaros í ungversku deildinni. Honved er í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem gerði 1-1 jafntefli við Como í Seríu B á Ítalíu. Albert átti fínasta leik með Genoa áður en honum var skipt af velli á 58. mínútu. Genoa er í 3. sæti með 23 stig.

Þá kom Kolbeinn Þórðarson inná sem varamaður á 72. mínútu er Lommel tapaði fyrir RWDM 47, 5-0, í belgísku B-deildinni. Lommel er í 7. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner