Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alisson hafnaði Juve fyrir þremur árum
Mynd: Getty Images
Alisson Becker er á góðri leið með að verða að goðsögn hjá Liverpool enda hefur hann byrjað ótrúlega vel hjá sínu nýja félagi og fengið mikið lof fyrir.

Sagan gæti þó hæglega verið önnur ef Alisson hefði samþykkt tilboð sem hann fékk frá Juventus fyrir þremur og hálfu ári síðan, þegar hann var enn leikmaður Internacional í heimalandinu.

Alisson hafnaði tilboðinu vegna þess að hann vildi ekki vera varaskeifa fyrir Gianluigi Buffon og ákvað hann að vera frekar annað ár hjá Internacional.

Hann vildi ekki enda eins og samlandi sinn Neto, sem fór til Juventus og fékk aðeins að spila 22 leiki á tveimur tímabilum.

Alisson endaði á að fara til Roma ári síðar þar sem hann var varaskeifa fyrir Wojciech Szczesny fyrsta tímabilið. Pólski markvörðurinn var svo keyptur til Juve og þá fékk Alisson að skína.

Hann var keyptur fyrir 67 milljónir punda að lokum og var dýrasti markvörður knattspyrnusögunnar í tæpan mánuð, þar til Chelsea festi kaup á Kepa Arrizabalaga.

Alisson átti stórleik fyrir Liverpool í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri gegn Napoli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er almennt talinn til bestu markvarða heims í dag.

Næsti leikur Liverpool er á heimavelli gegn Manchester United næsta sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner