Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. desember 2018 19:30
Arnar Helgi Magnússon
Allardyce segir Phil Jones vonbrigði
Vonbrigði?
Vonbrigði?
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce segir Phil Jones hafa ollið miklum vonbrigðum hjá Manchester United síðan að hann kom þangað frá Blackburn árið 2011.

Allardyce var stjóri Jones hjá Blackburn en hann segir að Jones hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem til hans hafi verið gerðar hjá Manchester United.

„Það verður að taka það inn í myndina að hann hefur verið í vandræðum með meiðsli, ekki spurning. Þrátt fyrir það þá tel ég að hann hefði getað verið kominn miklu lengra með feril sinn,“ segir Allardyce.

Stóri Sam segir að Jones hafi getað valið um nokkur lið þegar hann ákvað að fara ungur til Manchester United.

„Hann gat valið á milli Manchester City, Liverpool, Arsenal og Manchester United. Öll þessi lið vildu hann en ég skil ákvörðunina að spila undir Sir Alex vel.“

Allardyce segir að Sir Alex hafi hringt í hann nokkrum dögum eftir félagsskiptin og líst ánægju sinni með Jones og hann talaði um að þetta gæti orðið einn af betri varnarmönnum heims.

„Vera hans hjá Man Utd hefur verið vonbrigði. Hann virðist til dæmist ekki læra af mistökum, hann er hvatvís og kemur sér oft í kjánalegar aðstæður sem að hann hefði betur sleppt.“

„Ég er mjög svekktur að hann hafi ekki orðið sá leikmaður sem að ég vonaðist til að hann yrði,“ segir Allardyce að lokum.
Athugasemdir
banner
banner