Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. desember 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
11 dagar til jóla - Heimsliðið: Hægri bakvörður....
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður íslenska landsliðsins og Íslandsmeistara Vals sá um valið á hægri bakverði í heimsliðið. Hann valdi hinn brasilíska Dani Alves hjá PSG.

„Hann er búinn að vera uppáhaldsfótboltamaðurinn minn síðan fyrsta árið í Barca," sagði Birkir um val sitt.

„Frábær sóknarbakvörður sem leggur upp haug af mörkum á hverju ári. Elska að horfa á hann spila fótbolta."

Hægri bakvörður: Dani Alves - PSG
35 ára - Á 107 A-landsleiki fyrir Brasilíu

Fimm staðreyndir um Alves:
- Alves byrjaði á hægri kanti í yngri flokkunum í Brasilíu en var snemma settur í bakvörðinn þar sem hann þótti ekki skora nægilega mikið.

- Alves starfaði á bóndabæ bæ föður sínum þegar hann var yngri. Vaktirnar þar byrjuðu klukkan 4 á nóttunni.

- Bræður Alves hafa greint frá því að hann hafi æft sig í að skrifa eiginhandaráritanir á yngri árum því hann var viss um að hann myndi slá í gegn í fótboltanum.

- Árið 2007 var Alves nálægt því að fara til Chelsea. Á endanum keypti Chelsea hins vegar landa hans Juliano Belletti frá Barcelona.

- Í sumar söng Dani Alves í lagi sem Jose Pinto, fyrrum markvörður Barcelona gaf út. Hlustaðu á lagið hér

Tilþrif frá besta hægri bakverði heims:


Sjá einnig:
Markvörður - Hugo Lloris
Athugasemdir
banner
banner