Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. desember 2018 16:22
Elvar Geir Magnússon
Blindur stuðningsmaður elskar stemninguna á Anfield
Frændi Mike Kearney segir honum að Salah hafi skorað.
Frændi Mike Kearney segir honum að Salah hafi skorað.
Mynd: Skjáskot
Myndband af blindum stuðningsmanni Liverpool fagna marki Salah gegn Napoli hefur vakið athygli. Frændi mannsins var á vellinum með honum og lýsti markinu eftir að það var skorað.

„Ég er eins og hver annar fótboltastuðningsmaður, það skiptir ekki máli hvort ég geti séð vel eða ekki. Ég fagna auðvitað," segir Mike Kearney sem er með sjúkdóm sem gerir það að verkum að sjón hans versnar með aldrinum.

Kearney vissi auðvitað vel að Liverpool hefði skorað gegn Napoli en vissi bara ekki hver hefði skorað markið. Sigurinn tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Ég nýt þess að vera í stemningunni á Anfield og heyra hvað frænda mínum finnst. Það er líka gaman að heyra skoðanir annarra í stúkunni, sama þó þær séu neikvæðar."


Athugasemdir
banner