Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 15:30
Fótbolti.net
Fabinho og Keita fá sömu meðhöndlun og nýir leikmenn fengu í fyrra
Fabinho.
Fabinho.
Mynd: Getty Images
Naby Keita.
Naby Keita.
Mynd: Getty Images
Miðjumennirnir Fabinho og Naby Keita og Xherdan Shaqiri byrjuðu allir á varamannabekknum hjá Liverpool þegar liðið mætti Napoli í mikilvægum leik í Meistaradeildinni í vikunni. Fabinho kom frá Mónakó á 44 milljónir punda og Keita á rúmlega 50 milljónir punda. Þeir hafa ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu ennþá.

„Við bjuggumst klárlega við meiru af þessum strákum á þessum tímapunkti. Naby Keita hefur reyndar verið óheppinn með meiðsli. Hann byrjaði vel, datt út í svolítinn tíma og hefur átt erfitt með að koma til baka," sagði Sigursteinn Brynjólfsson á kop.is í viðtali í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni.

Jurgen Klopp hefur áður látið nýja leikmenn koma hægt og rólega inn í liðið hjá Liverpool.

„Ef við horfum á Fabinho þá er þetta ekkert nýtt hjá Klopp. Hann virðist taka þessa nýju leikmenn og láta þá sitja og horfa. Hann hefur verið með þá í frystikistunni og í akademískum kúrsum að læra hans leikstíl. Núna undanfarið hefur hann verið að koma inn af krafti," sagði Sigursteinn.

„Þetta er það sama og með Andy Robertson í fyrra. Oxlade-Chamberlain er líka það sama. Klopp virðist vera með meiri langtímasýn en við stuðningsmennirnir sem verður oft snemma óþreyjufullir."

Magnús Þór Jónsson á kop.is benti á að Klopp sé duglegur að skipta miðjumönnum út og inn til að passa upp á álagið hjá þeim.

„Það er eitthvað að ergja Henderson og hann hefur ekki spilað tvo leiki í viku í einhvern tíma. Fabinho og Wijnaldum verða örugglega djúpir á móti United. Það er ekki lítill leikur að stíga inn í," sagði Magnús.

Smelltu hér til að hlusta á Liverpool umræðu í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner