Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 13:52
Elvar Geir Magnússon
Framkvæmdastjóri enska sambandsins hættir
Martin Glenn.
Martin Glenn.
Mynd: Getty Images
Martin Glenn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins á næsta ári, eftir þriggja ára starf.

Glenn segir að hann gangi stoltur frá borði, fjárhagsstaðan sé örugg og uppgangur hjá landsliðum Englands.

Greg Clarke, formaður sambandsins, segir að Glenn skili af sér góðu búi og allt sé opið til að taka næsta skref.

Hann nefnir uppgang kvennafótboltans í landinu sem gott dæmi um öflugt starf Glenn.

Glenn vakti fyrst athygli sem framkvæmdastjóri kexfyrirtækis og starfaði svo fyrir Leicester 2002 - 2006. Hann sá um markaðssetningu Walkers snakksins og fékk Gary Lineker til að vera andlit auglýsingaherferðarinnar.

Eitt af stórum verkefnum næsta framkvæmdastjóra verður að ræða við Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland um umsókn um að halda HM 2030.
Athugasemdir
banner
banner
banner