fim 13. desember 2018 09:38
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: England á demant í Foden
Phil Foden í leiknum í gær.
Phil Foden í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Hinn 18 ára Phil Foden skrifaði í vikunni undir sex ára samning við Manchester City og tvöfaldaði launatölur sínar. Pep Guardiola, stjóri City, hefur tröllatrú á stráknum.

Foden lék allan leikinn fyrir City í gær þegar liðið vann 2-1 sigur gegn Hoffenheim.

„England á demant í Phil Foden. Hann er framúrskarandi ungur leikmaður með gríðarlega mikla hæfileika," sagði Guardiola, stjóri City, eftir leikinn í gær.

Pat Nevin, sparkspekingur BBC, segir að Foden hafi átt ágætis leik en ekki staðið upp úr.

„Ef við reynum að gleyma því hver hann er og hvaðan hann kemur þá þurfti hann líklega að gera meira í þessum leik til að gera tilkall í að spila fleiri leiki, keppa við David Silva og Kevin De Bruyne. Hann lék vel en ég hef séð hann spila betur," segir Nevin.
Athugasemdir
banner
banner
banner