Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 13. desember 2018 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Laporte pirraður að fá ekki sénsinn með landsliðinu
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Aymeric Laporte hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði Manchester City síðan að hann kom frá Athletic Bilbao í janúar.

Laporte var lykilmaður í yngri landsliðum Frakklands en hann hefur aldrei verið valinn í A-landsliðshópinn.

„Það er aðeins einn maður sem getur svarað því afhverju ég hef aldrei verið valinn, og það er stjórinn. Ég þarf bara að vera þolinmóður og halda áfram að leggja hart að mér,“ segir Laporte.

Franski varnarmaðurinn virðist vera orðinn nokkuð pirraður á ástandinu og skilur í raun ekki afhverju hann hefur ekki fengið tækifærið.

„Ég get ekki ímyndað mér að ástæðan sé sú að ég sé ekki nógu góður í fótbolta. Ég hef ekkert persónulegt á móti honum, en mér grunar þó að hann hafi eitthvað persónulegt gegn mér og ef það er þannig þá verður það að vera þannig.“

Laporte var spurður hvort að hann þyrfti ekki bara að taka upp símtalið og hringja í Deschamps og fá útskýringar.

„Ég er ekki að fara að hringja í hann. Til hvers ætti ég að gera það? Til að láta hann heyra það? Nei, ég einbeiti mér nú að City og vonast eftir kallinu.“
Athugasemdir
banner
banner