Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. desember 2018 11:37
Elvar Geir Magnússon
Owen: Pogba væri einn sá besti í heimi ef hann væri undir Klopp eða Guardiola
Pogba nær sér ekki á strik hjá United.
Pogba nær sér ekki á strik hjá United.
Mynd: Getty Images
Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United, segir að Paul Pogba eigi bjarta framtíð ef hann spilar undir öðrum stjóra en Jose Mourinho.

„Ég er á þeirri skoðun að hann sé algjörlega í heimsklassa þegar hann spilar í ákveðnu liði á ákveðinn hátt," segir Owen.

„Ég verð mjög pirraður þegar ég horfi á hann því ég veit að hann er betri en við erum að sjá."

„Leikaðferð liðsins og áherslur stjórans nær ekki því besta fram í honum."

„Hann tekur of margar slæmar ákvarðanir í leikjum sem er pirrandi. Ef hann væri að spila undir Guardiola eða Klopp eða einhverjum í líkingu við það myndi hann líta út sem einn besti leikmaður heims," segir Owen.
Athugasemdir
banner
banner