Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. desember 2018 20:30
Arnar Helgi Magnússon
Pires: Emery er klikkaður
Robert Pires og Arsene Wenger
Robert Pires og Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsenal goðsögnin Robert Pires er ángæður með byrjun Unai Emery sem stjóri Arsenal.

Pires spilaði með Arsenal á árunum 2000-2006 lék 189 leiki fyrir félagið. Hann er með virkann Twitter reikning þar sem að hann tjáir skoðanir sínar á hinum ýmsu málefnum.

„Emery er klikkaður þegar þú sérð hann á hliðarlínunni, en að sjálfsögðu á góðan hátt."

„Emery er sigurvegari. Hann hefur unnið fullt af titlum, til dæmis Evrópudeildina með Sevilla og frönsku deildina með París. Hann virðist stjórna klefanum frábærlega. Arsenal er komið með nýtt andlit, þessi gaur lítur út eins og stríðsmaður."

„Wenger var gagnrýndur fyrir taktísku hliðina og samskipti við leikmenn en Emery er að koma með þessa hluti inn sem að Wenger var kannski ekki sterkastur í."

Pires segir að Emery gefi sig jafnvel aðeins meira að leikmönnum en Wenger gerði.

„Honum langar að hjálpa þeim hverja einustu mínútu, hann vill tala við þá og gefa sig að þeim. Þetta er kannski nýtt fyrir þessa leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner