Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 18:00
Fótbolti.net
Reikna með rólegum janúarglugga hjá Liverpool
Christian Pulisic hefur verið orðaður við Liverpool.
Christian Pulisic hefur verið orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Reiknað er með að janúar glugginn verði rólegur hjá Liverpool og ólíklegt þykir að liðið kaupi nýjan leikmann. Leikmenn eins og Divock Origi, Dominic Solanke og Nathaniel Clyne gætu þó farið annað.

Þetta er á meðal þess sem Sigursteinn Brynjólfsson og Magnús Þór Jónsson á kop.is veltu fyrir sér í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni.

Smelltu hér til að hlusta á Liverpool umræðu í Miðjunni

Liverpool var nálægt því að kaupa sóknarmiðjumanninn Nabil Fekir frá Lyon í sumar en á endanum féllu þau kaup upp fyrir á síðustu stundu.

„Það er ljóst að hann ætlaði að fara inn í tímabilið með einn mann í viðbót. Nabil Fekir týpu. Það vantar þessa týpu ennþá en ég sá þá ekki endurvekja þann samning. Hann átti að fara í aðgerð sem var forsendan fyrir þessu í sumar og hann er ekki búinn að fara í þá aðgerð," sagði Sigursteinn.

Bandaríski sóknarmiðjumaðurinn Christian Pulisic hefur verið orðaður við Liverpool. Ólíklegt er þó að Liverpool nái Pulisic í janúar.

„Það er augljóst mál að Pulisic er maður sem Klopp vill fá. Hann hafði mjög mikið fyrir því að fá hann til Dortmund. Ég held að hann sé ekkert að losna frá Dortmund og klári alltaf tímabilið í Þýskalandi," sagði Magnús Þór.

Smelltu hér til að hlusta á Liverpool umræðu í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner