Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. desember 2018 23:30
Arnar Helgi Magnússon
Sarri segir Cahill ekki nægilega teknískann
Cahill er ekki inni í myndinni hjá Sarri.
Cahill er ekki inni í myndinni hjá Sarri.
Mynd: Getty Images
Gary Cahill, varnarmaður Chelsea mun að öllum líkindum færa sig um set í janúar en hann hefur fengið sárafá tækifæri með liðinu á leiktíðinni.

Antonio Rudiger og David Luiz hafa myndað miðvarðarpar sem að Sarri leggur allt sitt traust á.

„Ég virði Cahill mikið, hann hefur unnið allt sem er hægt að vinna nánast með Chelsea,“ sagði Sarri þegar að hann var spurður út í Cahill.

„Ég verð að vinna mína vinnu og velja liðið eins og ég tel að það sé best. Styrkleikar Cahill liggja í skallaboltunum en varnarmennirnir okkar þurfa að vera mjög teknískir þar sem að þeir spila boltanum úr vörninni, Cahill er ekki nægilega sterkur þar.“

Cahill hefur verið orðaður við Arsenal sem og AC Milan. Sarri segir það undir Cahill komið hvort hann vilji vera áfram hjá félaginu.

„Það er ekki mín ákvörðun, félagið og hann þurfa að ákveða þetta í sameiningu. Hann er á síðasta ári á samning en ef að hann myndi gera nýjan samning þá yrði það sennilega ekki meira en eitt ár. “

Athugasemdir
banner
banner