Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. desember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Barcelona vilja Morata í janúar
Mynd: Getty Images
Barcelona vantar sóknarmann til að auka breiddina í leikmannahópi sínum, sérstaklega í ljósi þess að Luis Suarez hefur verið að glíma við meiðsli í hné.

Spænskir miðlar greina frá því að félagið sé að skoða að bjóða í Alvaro Morata, sóknarmann Chelsea og spænska landsliðsins sem hefur þó ekki náð sér á strik í enska boltanum.

Morata er 26 ára gamall og kostaði 58 milljónir punda þegar Chelsea keypti hann frá Real Madrid fyrir einu og hálfu ári síðan.

Mirror er meðal miðla sem greina frá því að umboðsmaður Morata sé í samskiptum við Barcelona og að félagaskiptin gætu átt sér stað í janúar.

Morata yrði lánaður til Barca með kaupmöguleika, en hann hefur ekki verið að fá mikinn spilatíma hjá Chelsea í síðustu leikjum. Ljóst er að skiptin yrðu ekki vel séð af öllum þar sem Morata kom upp úr akademíu Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner